15.3.2008 | 16:32
Er eitthvað að þessum dómurum?
Ég á erfitt með að byrja að skrifa um þessa frétt, afþví að ég er svo gáttuð á þessum dóm, eiga ekki lögfróðir menn og þá sérstaklega dómarar að vera það mikið menntaðir og lífsreyndir eða fróðir til að vita hvað Aspergerheilkenni er, og mér er spurn? Var kallaður til sérfræðingur inn á það svið sem snýr að þessum fötlunum barna. Ég sjálf er móðir barns sem greint var með fötlun á 3 sviðum, og þar og meðal lítilsháttar % inná Aspergerheilkenni, sem von var á að myndi þroskast af henni, og það skeði fyrst um 12 ára aldurinn að það byrjaði að breytast hjá minni stelpu, En samt þótt að þetta greinist ekki í % lengur þá finn ég en fyrir því að það sé til staðar, og ég segi eftir mína reynslu; BARN MEÐ ASPERGERHEILKENNI HUGSAR EKKI UM AFLEIÐINGARNAR OG VITA EKKI ALLTAF MUNIN Á RÉTTU OG RÖNGU, FYRR EN EFTIR Á ÞÁ ÞEGAR ÞEIM ER BENT Á ÞAÐ OG KANNSKI EKKI Í FYRSTA SKIPTI, HELDUR 100 ASTA SKIPTIÐ, ÞAU VILJA EKKI GERA NEINUM NEITT, EN ERU OFBOÐSLEGA BARNALEG Í HUGSUN OG HUGSA EKKI SKÝRT, EINS OG VIÐ ERFIÐAR AÐSTÆÐUR.
þETTA ER MÍN REYNSLA, OG ÉG ER FEGINN AÐ VERA EKKI Á ÍSLANDI MEÐ MÍNA TELPU,EN SÁRKENNI TIL MEÐ MÓÐUR ÞESSARA STELPU, OG FATTA EKKI VAR EKKI SKÓLINN TRYGGÐUR, ERU BÖRNIN ÓTRYGGÐ ORÐIN Í SKÓLUM Á ÍSLANDI Í DAG.
Ekki líka þessi göt í réttarkerfið á Íslandi, þau eru alltof mikil fyrir.
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2008 | 17:57
Er þetta tvísköttun; vantar álit/skoðun/hjálp
Mig vantar aðstoð frá einhverjum fjármálaséní/stærðfræðiheila eða einhverjum sem hefur kunnáttu inn á skatta.
Málið er ef að maður hefur fengið segjum X upphæð og greitt af því fulla skatta, og svo kemur í ljós að maður átti að fá minna en þessa X upphæð sem var greidd til manns, en svo kemur til endurútreikningur sem segir að maður eigi inneign Y upphæð á móti og hún tekin upp i þessa ofgreiðslu, og látin aftur borga fulla skatta af þessari Y upphæð, mér er bara spurn er þetta ekki Tvísköttun, ef ég var búin að greiða af X upphæðinni fullan skatt og mismunurinn sem var ofgreiddur til mín var tekin af þessari Y inneign til dekka þarna á móti, ég get ekki séð annað en að ég sé að tvígreiða fyrir sömu upphæð.
Vonandi er einhver þarna sem skilur mig, og getur hjálpað.
9.3.2008 | 07:07
Sorglegur Raunveruleiki
Mér bregður ekki við að lesa orðið svona fréttir frá íslandi, ég eins og svo margir bý fyrir utan landsteinana og virðist ekkert á leið til baka, þótt svo að hjartað segir mér að ég vilji vera heima eins og ég segi alltaf, en skynsemin verður að ráða. En Edda mín ég ætla svo innilega að vona að þú eigir afturkvæmt til baka ef það er ósk þín, en ég held samt að eins og allt virðist stefna í á klakanum þá er hætt við að fleirri og fleirri koma ekki til baka þegar þeir hafa kannski kynnst meira öryggi á ókunnum slóðum. Hvenær ætli það verði að kerfið og stjórnvöld vakni af þessum dvala, því þótt svo að við sem verðum landflótta séum ekki að færa landinu eins mikil veraldleg auðævi og þeir sem peningana hafa, þá eru auðævi okkar arfleiðar ómetanleg í fjármunum.
Þetta kannski endar á því að megin þorri íslendinga býr erlendis og arfleið okkar týnist.
Verst er að eiga ekkert heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar